JOTA-JOTI Hvað er það? Öruggt IRC?

Var að koma af ráðstefnu um radíó og tölvuskátun, einhverjir mundu spyrja hvað það sé? Árlega er haldin tvö skátamót sem ná yfir allan heim og fara þessi mót fram í gegnum talstöðvar og tölvur annarsvegar og hinsvegar aðeins um tölvur. Á þessari ráðstefnu voru aðilar frá allri Evrópu auk fleiri þjóða.

Radíóhlutinn er framkvæmdur á Íslandi af félagi Radíóskáta og fer þannig fram að reynt er að ná til eins margra skátastöðva og hægt er á ákveðnum tíma. Þar spjalla skátar síðan um sín áhugamál. Radíó skátar nota einnig tölvur við sín fjarskipti.

Hinn hlutinn er að nota aðeins tölvur til að ná til annara skáta hvar sem þeir kunna vera staddir. Til þess er notað t.d. IRC, MSN, tölvupóstur og hvaðeina sem mönnum dettur í hug. Aðalmálið er samta það að eftirlit er með þessu öllu og gert undir handleiðslu eldri skáta og má segja að sé öruggt spjall. Skátar nota ScoutLink sem sem IRC þjónustuaðila og er þar mikið og strangt eftirlit.

Þessir viðburðir eru alltaf 3ju helgi í oktober ár hvert og heita þessi mót JOTA (Jamboree On The Air) og JOTI (Jamboree On The Internet).

Hér má finna frekari upplýsingar um JOTA og hér um JOTI

Íslenskur vefur um þessa viðburði sem eru kallaðir Smiðjudagar á Íslandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband