Jæja, loksins er Vista komið á markað og er búinn að skipta alfarið í fyrirtækjaútgáfuna af þessu stýrikerfi.
Stýrikerfi þetta stendur alveg undir væntingum og er ég mjög ánægður með það.
Menn ættu samt ekki rjúka upp til handa og fóta og skipta yfir nema að mjög ígrunduðu máli.
Ástæðan er að þetta krefst öflugri tölvu og meira minnis heldur en fyrri útgáfur.
Þá er Office 12 eða Office 2007 komið á markað og segi ég það sama um það, menn ættu ekki að skipta um nema að skoða þessa nýju útgáfur fyrst. Þar er um mikla breytingu að ræða og er ekki viss um að allir sætti sig við að þurfa að hugsa vinnuferlið upp á nýtt.
Flokkur: Tölvur og tækni | 8.1.2007 | 17:13 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.