Erum við að verða eins og ameríkanar?

Mér blöskraði framgangur lögreglunnar í dag. Þegar ég sá þetta fyrst fannst mér eins og ég væri að horfa á fréttamynd frá USA eða Afríku. Því miður var svo ekki heldur Íslenska löggan eins og hún vill vera eða Björn Bjarnason. Hann notar eflaust þetta til að réttlæta íslanskan her eða varalið sem er engu betra. Þegar löggan var spurð fannst þeim þetta eðlilegt og má þannig sjá hvað siðblindan er orðin mikil hjá löggunni. Aðn ota varnarúða er eitt en að nota úðan sem ár+asarúða er annað og miklu alvarlega. Ég ætla ekki að gera lítið úr brotum bílstjóra þó þeir hafi mikið til síns mál en þetta er of mikið.

Burt með svona löggu, burt með varalið löggu, burt með öll vopn. Ef mótmæli eru bæld niður meðofbeldi kallar það bara á meira ofbeldi og hvað þá?

kv

Sturla Bragason


mbl.is 21 handtekinn í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skaz

Ég sé ekkert athugavert við lögreglumennina þeir fá sínar skipanir og ber lögum skv. að fylgja þeim. Þeir sem gefa þessar skipanir hins vegar. Þessir sem funda í Stjórnarráðinu og leysa mótmæli upp á þennan hátt... það eru menn sem má henda í næsta þriðja heims ríki þar sem svona taktík tíðkast..

Skaz, 23.4.2008 kl. 23:35

2 identicon

Já þú getur svossem talað fyrir hönd ameríkana, með reynslu af skaranum af mótmælum á öllum þínum árum í USA?. Einnig hefurðu kannski kynnt þér daglegt líf þar, og menningu nógu vel til þess að kallast ,,eitthvað vitur'' í þeim málum?, þú hefur væntanlega þá líka kynnst nokkrum ameríkönum nógu vel til þess að kalla þá vini?.

 Þessum þrem spurningum geta FÆSTIR íslendingar svarað, samt sem áður þykist þið allir vera prófessorar og doktorar í því hvað gerist í USA og hvað ekki, hversu slæmt allt er, og ósanngjarnt.

 Þið byggið flestir ykkar hugmyndir á hollywood myndum, sjónvarpsþáttum, fréttum sem eru ,,extreme'' dæmi og ná þar með eins langt og raun ber vitni, því öllum finnst þær absurd.. Bandaríkin eru því miður mjög fjölmiðlavætt samfélag, þar sem ALLT fer í fréttirnar. 

Einnig eruð þið öll MJÖG gjörn á að taka upp einhvern áróður, sem er botnslausari en svarthol, og standa föst á honum þangað til einhver kemur og slær ykkur í andlitið, og kallar ykkur hálfvita..

Bandaríkin eru 100 sinnum fjölmennara land en ísland! , það þýðir að fyrir hver ein svona mótmæli hér á landi, er eðlilegt að 100 gerist þar.

Eitt mál þar sem nauðgari fær engan dóm fyrir hrottalega nauðgun hér = 100 nauðgarar þar.

Ég held að þú fattir punktinn minn, Þar sem ég hef ekki lesið um nein öfgafull mótmæli það sem af er ári þar úti, þá get ég sagt með fullum hálsi að þetta litla skeinusker er 100 falt verra en USA hvað varðar misnotkun valds hjá lögreglu í mótmælum. 

Hugs , svo tala Hálfvitinn þinn. 

Jón (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 00:24

3 identicon

Ekki veit ég svo mikið um USA, en um alls kyns mótmæli í Suður Ameríku og norðurhluta Afríku veit ég heilmikið, og ekki finnst mér misnotkun valds lögreglu mikið til að tala um. Ef svona mótmæli blossa upp í löndum eins og Brasilíu, Argentínu eða Marokkó (lönd sem ég þekki svolítið til) þá þykir ekki tiltökmál ef lögregla svarar með gúmmíkúlum, táragasi, jafnvel alvöru byssukúlum og lögreglumönnum á hestum. Af persónulegri reynslu í Suður Ameríku þá látast sennilega svona 5 til 10 manns í hverjum 1000 manna mótmælum. Það að ekki einn einasti Íslendingur skuli hafa látið lífið í mótmælum liðinnar viku þykir mér virðingarvert!!

Jóel (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 01:32

4 identicon

Eitthvad finnst mer nu serstakt hja ther ad likja Ameriku og Afriku saman i ofgagangi logreglu. I hvada odru landi en USA er Nynasistum leyft ad halda krofugongu, eda KKK? Allir sem vilja halda krofugongu er thad leyft (skodadu 1st amendment), sama hvad stjornvoldum finnst um malefnid. Sumum Islendingum finnst ekkert skemmtilegra heldur en ad tala nidur til USA og gera grin af Amerikonum. Thjodernishatur mundi einhver kalla thad. Hvenaer var sidasta tilfellid i USA thar sem fridsael motmaeli voru barin nidur? Hvenaer var sidasta tilfellid a Islandi? (liklega Falun Gong, motmaeli vorubilstjora eru ekki fridsamleg heldur stefna almannaheill i haettu).

Steinn Halldórsson (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 02:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband