Þar sem ér er að nota mikið af hugbúnaði frá Microsoft þá hafa kunningjarnir stundum sagt að öllu megi ofgera og benda á möguleikan að nota Opin hugbúnað.
Það hef ég prófað og var alltaf í erviðleikum með uppfærslur auk þess fór mikill tíma í að aðlaga búnaðinn að mínum þörfum. Ég spurði sjálfan mig hvort væri ódýrara að nota Opin hugbúnað eins og Linux eða Microsoft þar sem kaupa þarf leyfin. Niðurstaða mín er sú að ódýrara er að nota hugbúnað frá Microsoft þar sem allar uppfærslur koma jafn óðum. Laun þess sem þarf að vinna við hugbúnaðinn eru það há, að þegar upp er staðið þá verður Microsoft ódýrara.
Það er spurt á öðrum stað undir Tölvur og tækni um hvort nota skal það nýjasta hverju sinni og svar mitt við því er já. Kannski ekki fyrsta mánuðinn eða svo heldur sækja allar viðbætur sem koma s.s. alla þjónustupakka. Geta má þess að ég er að nota IE 7 Beta og líkar það mjög vel þó að upp komi einhver vandræði þá get ég farið til baka í IE 6 sem er enn til staðar. Sama er að segja um Messenger Beta.
Flokkur: Tölvur og tækni | 27.4.2006 | 06:18 (breytt kl. 06:28) | Facebook
Athugasemdir
Það er rétt að þar til þú hefur lært almennilega á Linux tekur það þig lengri tíma að stilla það og viðhalda því en Windows (geri ráð fyrir að þú kunnir nú þegar almennilega á Windows!). Þegar kunnáttan er fyrir hendi er þessu hins vegar þveröfugt farið. Það hefur oft komið fram í markaðsrannsóknum að í langflestum vinnsluumhverfum geta Linux-kerfisstjórar eytt minni tíma í að hafa umsjá með fleiri vélum en Windows-kerfisstjórar með sambærilega færni. Lestu t.d. umfjöllun David Wheeler um opinn vs. lokaðan hugbúnað. Varðandi sjálfvirkar uppfærslur, þá er auðvelt að stilla flestar Linux-dreifingar á sama hátt og Windows hvað það varðar. Og svo má ekki gleyma því að opinn hugbúnaður er ekki bara Linux. Jafnvel í þeim tilvikum þar sem skynsamlegt er að halda Windows sem stýrikerfi, getur verið skynsamlegt að nota opinn hugbúnað á Windows - t.d. OpenOffice í stað MS Office, eða MySQL (eða PostgreSQL) í stað MS SQL Server, eða Apache í stað IIS. Ég á líka erfitt með að skilja að þér finnist betra að nota Internet Explorer (jafnvel útg. 7 beta) en Firefox...
Baldur Kristinsson, 27.4.2006 kl. 10:13
Settu upp Ubuntu, Fedora eða Mepis á einhver vél sem þú átt og þú ert kominn með kerfi er að fullu sambærilegt Windows, fimman fer til Baldurs, ég hefði ekki geta orðað þetta betur.
Sævar (IP-tala skráð) 28.4.2006 kl. 12:38
Sammála Baldri.
Ég hef notað Linux á vinnustöð og FreeBSD á þjóna í langan tíma. Ég hef að sjálfsögðu þurft að lesa mig til, til þess að læra það sem ég kann en á móti kemur að ég er mun sneggri að gera hlutina þegar ég þarf þess og jafnvel á mörgum vélum í einu. Ég tek líka eftir því að ég kann yfirleitt betur á staðla og hvernig hlutir virka heldur en þeir sem setja upp þjóna með "point & click". Þetta er að sjálfsögðu því ég hef þurft að lesa mig til en eins og ég sagði, eftir að hafa gert hlutinn einu sinni þá er maður mjög snöggur að gera hann í annað skipti.
Þess má þó geta að þó maður noti opinn hugbúnað, hvort sem um er að ræða Apache, Linux eða hvað það nú er, þá þarf maður ekkert að festa sig ofan í handbókum 24/7 heldur gerir maður bara eins og með annan hugbúnað, reynir það sem maður kann, fiktar sig áfram og les svo ef maður lendir í algjörum vandræðum - sem gerist ekki oft hjá mér.
kos, 28.4.2006 kl. 13:41
Takk fyrir þetta. Bjóst við þessu en samt er ekki auðvelt að hoppa á milli stýrikerfa þegar um stór kerfi er að ræða. Þegar notendur eru 1500 og nokkur hundurð tölvur í gangi þá getur maður ekki notað það sem manni dettur í hug hverju sinni. Við erum einnig með á annað hundrað starfsmanna sem þú kennir ekki á nýtt kerfi nema á löngum tíma. Við erum sem sagt fastir í þessu kerfi og það tæki 3 til 5 ár að skipta um.
sb
Sturla Bragason, 29.4.2006 kl. 08:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.