Nýlega sendi Microsoft á Íslandi bréf til 5000 fyrirtækja og stofnana þar sem hótað var að heimsækja fyrirtækin og gera leit að ólöglegum hugbúnaði.
Þetta finnst okkur sem hafa öll sín mál í lagi vera hinn argasti dónaskapur og ætti framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi að biðjast afsökunar á þessu bréfi.
Geta má þess að ég er starfandi kerfisstjóri í framhaldsskóla og við erum með 3 ára leigusamning sem endurnýjaður er einu sinni á ári.
Flokkur: Tölvur og tækni | 25.4.2006 | 09:23 (breytt kl. 09:23) | Facebook
Athugasemdir
Áhugavert, þeir sem eru ekki hrifnir af svona ætti kannski að kynna sér open-source eða free software hugbúnað sem oft getur komið í staðinn fyrir ýmsan ófrjálsan hugbúnað eins og Microsoft selur.
Steinn E. Sigurðarson, 26.4.2006 kl. 02:25
Góð athugasemd, en þetta er ekki alveg svona auðvelt því við erum að mennta nemendur til að vera út í þjóðfélaginu og þar er verið að nota Microsoft hugbúnað og er ekki viss um að mundi ganga upp ef við í skólakerfinu værum að nota annað.
sb
Sturla Bragason, 29.4.2006 kl. 07:54
Af hverju nota allir Microsoft? Af því að allir hinir nota Microsoft. Einhverstaðar verður að brjóta sjálfhelduna. Ef ekki í skólum, þá hvar? Það er bjánalegt að eitt fyrirtæki geti einokað markaðinn eins og Microsoft gerir. Maður sér hvað gerist, bréf til 5000 fyrirtækja. Bad press? Skiptir ekki máli því allir nota Microsoft hvort eð er.
Villi Asgeirsson, 8.5.2006 kl. 14:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.