Börn og tölvur

Jæja, í gær voru 10 ára börn að hjóla hér fyrir utan í bara nokkuð góðu veðri þó að það kæmi smá úði öðru hverju. Allt í einu kemur þar að faðir eins barnsins og segir svona, eigum við að koma í leikinn "yfir" og krakkarnir urðu hissa á karlinum því þau vissu ekki hvaða leik var um að ræða. Faðirinn fór því að kenna þeim leikinn, en þetta gekk bara í 15 mín þá nenntu krakkarnir ekki að leika sér lengur í svona leik og fóru inn til eins þeirra í tölvuleik.

Er svo komið að krakkar kunna ekki lengur að leika sér?
Þetta gekk alveg fram af mér þar sem ég sá að þau höfðu gaman að þessu en ástæðan fyrir því að þau hættu að það var svo mikil hlaup í leiknum, en geta má þess að skúrinn sem notaður var við þennan leik var er aðeins 5x7 metrar og því ekki langt að hlaupa til að komast hringinn.Hissa

Er ekki komið að því að þegar gott er veðrið að slökkva á heimilistölvunum og fara út með börnunum og kenna þeim að leika sér? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband