Er það staðreynd að nær helmingur af hugbúnaði í tölvum Íslendinga sé stolinn?

Viljum við standa undir því að við séum þjófar?
Allavega ekki ég. Hér með skora ég á þá sem eru að nota stolinn eða illafengin hugbúnað að gera eitthvað í málunum.

Eða er þessi þögn sem ríkir kannski staðfesting á þessi skýrsla sé rétt?

Vona að einhverjir komi hér fram og skýri sín mál.


mbl.is Talið að yfir helmingur hugbúnaðar á íslenskum einkatölvum sé ólöglega fenginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skora á þá sem nota stolin hugbúnaði í dag að skipta yfir í linux og þá nýjasta distroið af Ubuntu sem kemur út í Júní.

Keli (IP-tala skráð) 31.5.2006 kl. 18:53

2 Smámynd: Bragi Einarsson

Hvernig hugbúnaður? Stýrikerfi eða vinnsluhugbúnaður? OK, veit ekki með stýrikerfi, þau viraðst vera á þokkalegu verði, bæði PC og Mac, en þegar kemur að öðrum hugbúnaði þá getur munað töluverðu á verði hér heima og erlendis. Mætti lækka tolla, t.d. og framleiðendur lækka verð, svo að hægt sé að kaupa dótið. Svo má ekki rugla því saman hugbúnaði sem er notaður í bullandi framleiðslu, hönnun og svoleiðið, hann er held ég langflestur löglega fenginn, spurning með "fiktarana", skiptir það einhverju máli, þeir kunna hvort sem er ekkert á þetta og græða kannski ekki á því að hafa þetta á vélunum, bara til að taka pláss. En þumalputtareglan er þessi, ef hægt er að stela því, þá er það gert! Hvort sem þú notar hugbúnaðinn eða ekki.

Bragi Einarsson, 1.6.2006 kl. 21:53

3 identicon

Sæll, var að lesa hvernig þessi könnun fer fram og samkvæmt þeim upplýsingum telst Linux "stolinn" hugbúnaður. Þ.e. þeir skoða sölu á vélbúnaði og áætla hversu mikið af hubúnaði hver notar, útfrá sölutölum á hubúnaði reikna þeir hversu mikið að honum er stolið. Fyrst Linux er yfirleitt ekki keypt telst það stolinn hugbúnaður.

Óli (IP-tala skráð) 4.6.2006 kl. 14:21

4 identicon

Samkvæmt þeim tölum sem ég fann á Linux counter og www.isnic.is má skýrir Linux/BSD og annað sambærilegt að minnsta kosti 3 % af þessum "stolna hubúnaði", hallast sammt að því að það sé meira.

Óli (IP-tala skráð) 4.6.2006 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband