Færsluflokkur: Dægurmál
Jæja get varla orðið reiðari. Núna um þessa helgi var haldið skátamót um borð í Sæbjörginni. Skátamót þetta er dálítið sérstakt því það fer að hluta til með aðstoð tölva og fjarskiptatækja og er þetta hluti af alheimsmóti sem um 600000 skátar taka þátt í um allan heim. Þetta er árlegur viðburður og að þessu sinni var það haldið í samstarfi við Landsbjörg og var önnur dagskra helguð björgun og slysavörnum.
Í aðdraganda mótsins var öllum fjölmiðlum send frétta tilkynning sem lítið hefur verið byrt af. Okkur sem stóðum að þessu þykir skeytingaleysi fjölmiðlana algjört. Þarna voru 170 ungmenni frá föstudegi til sunnudags og ekkert kom fyrir, algjört bindindi á öll efni, en þótti ekkert fréttnæmt. Hvað hefðu fjölmiðlar gert ef eitthvað hefði kimiðð fyrir? Bara spyr. Stundum held ég blaða og fréttamenn séu algjörlega óhæfir til að sinna þssum störfum. Börnin okkar eiga það skilið að fjallað sé um það sem vel er gert. En aðþessu sinni var aðeins birt "Aðsend frétt" og ekkert meir.
Vilji menn skoða myndir frá þessum viðburði og aðrar uppl. set ég þær inn væntanlega á morgun mánudag inn á vefinn www.foringinn.is
Þetta gengur alveg fram af mér þetta algjöra tillitsleysi fjölmiðla.
Dægurmál | 21.10.2007 | 22:11 (breytt kl. 22:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í morgun mætti ég á Austurvöll eins og ég geri árlega til að fylgjast með hátíðarhöldunum á morgni þessa dags. Í morgun þegar gangan frá kirkjugarðinum í Suðurgötu kom fyrir hornið hjá herkastalanum brá mér mikið. Fyrir göngunni gengu tveir lögreglumenn sem kunnu ekki að ganga. Hið fyrsta var að þeir gengu ekki í takt og í öðrulagi vantaði alla reisn þar sem þeir eru jú það sem menn sjá fyrst og eru myndefnið þegar myndir eru teknar af göngunni. Að mínu mati skemmdu þessir lögreglumenn gönguna því það sem kom á eftir þeim voru skátar sem voru glæsilegir að vanda. Það er greinilegt að löggan dubbar alla sem þeir geta fundið í búning á svona stundum. Sama var að segja um heiðursvörð lögreglunnar, ganga þeirra minnti mig á gönguæfingu skáta þar sem fyrirliðinn kallar vinstri, vinstri til þess að þeir geti haldið takt.
Set inn eina mynd máli mínu til stuðnings.
Legg til að lögreglan fái skáta til að þjálfa starfsmenn sína fyrir 17. júní 2007
Dægurmál | 17.6.2006 | 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)