Opin hugbúnaður eða Microsoft?

Þar sem ér er að nota mikið af hugbúnaði frá Microsoft þá hafa kunningjarnir stundum sagt að öllu megi ofgera og benda á möguleikan að nota Opin hugbúnað.

Það hef ég prófað og var alltaf í erviðleikum með uppfærslur auk þess fór mikill tíma í að aðlaga búnaðinn að mínum þörfum. Ég spurði sjálfan mig hvort væri ódýrara að nota Opin hugbúnað eins og Linux eða Microsoft þar sem kaupa þarf leyfin. Niðurstaða mín er sú að ódýrara er að nota hugbúnað frá Microsoft þar sem allar uppfærslur koma jafn óðum. Laun þess sem þarf að vinna við hugbúnaðinn eru það há, að þegar upp er staðið þá verður Microsoft ódýrara.

Það er spurt á öðrum stað undir Tölvur og tækni um hvort nota skal það nýjasta hverju sinni og svar mitt við því er já. Kannski ekki fyrsta mánuðinn eða svo heldur sækja allar viðbætur sem koma s.s. alla þjónustupakka. Geta má þess að ég er að nota IE 7 Beta og líkar það mjög vel þó að upp komi einhver vandræði þá get ég farið til baka í IE 6 sem er enn til staðar. Sama er að segja um Messenger Beta.


Kapalkerfið í Hafnarfirði

Jæja, ætlaði að vera sniðugur og þyggja tilboð frá 365 miðlum um að skipta út gamla afruglaranum en varð fyrir miklum vonbrigðum þegar ég náði engu sambandi á kapalkerfinu. Reyndi svo allt kvöldið af og til en gafst svo upp.

Í gær prófaði ég aftur on núna með því að nota innanhúsloftnet gert fyrir UHF tíðnisviðið og viti menn fékk strax upp 9 stöðvar. Þeir sem reka kapalkerfið í Hafnarfirði virðast ekki dreifa merkjum með svona hárri tíðni.

Nú er ég kominn með örbylgjunet og ætla í kvöld eða á morgun að prófa það.


MENNTASTOFNANIR OG ÓLÖGLEGT NIÐURHAL ??????????

Ég er að velta því fyrir mér hvernig svona fullyrðingar eru látnar flakka.  En þetta er komið frá SMÁÍS. Samtök um myndrétthafa á Íslandi.

Ég er tilbúinn að leyfa þessum kóngum að koma í heimsókn til mín og skoða hvort fullyrðingarnar séu réttar. Það kanna að vera rétt að einhverjir skólar og þá kannski framhaldsskólar stundi það að sækja ólöglegar myndir á netið.

Samtökunum SMÁÍS er hér með boðið í heimsókn í Fjölbrautaskóla Suðurnesja


Microsoft hótun

Nýlega sendi Microsoft á Íslandi bréf til 5000 fyrirtækja og stofnana þar sem hótað var að heimsækja fyrirtækin og gera leit að ólöglegum hugbúnaði.

Þetta finnst okkur sem hafa öll sín mál í lagi vera hinn argasti dónaskapur og ætti framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi að biðjast afsökunar á þessu bréfi.

Geta má þess að ég er starfandi kerfisstjóri í framhaldsskóla og við erum með 3 ára leigusamning sem endurnýjaður er einu sinni á ári.


Áhugavert um persónuvernd

Rakst á þetta í gær.....

Persónuvernd á vefnum - og persónuverndarstefna fyrirtækja og einstaklinga / 02/2005

P3P (Platform for Privacy Preferences Project, P3P), er staðall þróaður af  World Wide Web Consortium, sem er að festa sig í sessi sem staðall fyrir netverja/einstaklinga til  að hafa meiri stjórn á notkun persónuupplýsinga á þeim vefsvæðum sem þeir heimsækja. sjá


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband