BÖRN og UNGLINGAR - TÖLVUR og VÍDEÓ

Nú skrifa ég af þörf fyrir útrás.

Er að aðstoða son minn og tengdadóttur við flutning í nýtt hús sem er ekki frásögu færandi nema að elsta barnið fékk 32 tommu flatsjónvarp gefins og það á að setja það upp í herberginu hans. Ég hef verið á móti því að börn hafi beinan aðgag að sjónvarpi og vídeói án eftirlits foreldra. Yngri bræður hans sofna yfirleitt yfir myndum á vídeói og það fyrsta sem þeir sjá á hverjum morgni er vídeó mynd. Ég spyr hvar endar þetta? Þar sem vinna mín snýst um ungt fólk sé ég í auknum mæli unglinga koma til okkar 16 ára sem algjöra tölvu og vídeófíkla. Tölu og vídeófíkla tel ég þá sem eru háðir þessum miðlum. Mér finnst ömurlegt ti þess að vita að börn í dag geti ekki leikið sér með neitt annað en svona tilbúin umhverfi. Þarna finnst mér leikskólinn og grunnskólinn vera að bregðast börnunum. Hvað hafa börn í leikskóla að gera með tölvur og tölvuleiki? Að mínu mati er verið að búa til fíkla framtíðarinnar með því einu að leifa þeima að nota tölvur í leikskólum. Grunnskólin ætti einnig að takmarka notkunina við þau viðfangsefni sem unnið er með hverju sinni og alls ekki eftirlitslaus. Börn taka þessum miðlum fegins hendi þar sem þau eignast vini sem þau þekkja ekki en geta spilað við. MSN og aðrir sambærilegir eru rót hins illa því þar eru notendur undir dulnefni og geta sagt það sem þau sýnist án eftirlits, þetta er það fyrsta sem ætti að stoppa í skólum. Allur samskiptahugbúnaður er af hinu góða ef hann er notaður rétt en er það yfirleitt ekki. Öll samskipti fólks ættu að vera undir réttum merkjum og banna ætti alla þá miðla sem leifa eitthvað annað.

Þó að öll tækni sé spennandi og góð á mörgum sviðum þá eru við að gera börnin okkar að hálfgerðum aumingjum með henni. Ég veit að þetta eru stór orð en ég horfi allt of oft upp á að efnilegir fara í rusl vegna tækninnar. Sjá má stundum unglinga sem mæta ekki í tíma aðeins til að klára einn leik og jafnvel falla á mætingum vegna þess. Ef við köllum þetta ekki fíkn þá veit ég ekki hvað fíkn er.

Nóg að sinni en því miður er þetta ekki einsdæmi.

Sturla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband